Úlfurinn nálgast Barcelona

Adama Traoré er á leið til Barcelona frá Wolves.
Adama Traoré er á leið til Barcelona frá Wolves. AFP

Knattspyrnumaðurinn Adama Traoré hefur gengist undir læknisskoðun fyrir félagaskiptin sín frá Wolves á Englandi til Barcelona á Spáni.

Traoré verður fyrst um sinn lánaður til Barcelona en spænska félagið getur keypt hann á 29 milljónir punda eftir leiktíðina. Tottenham hafði einnig áhuga á Traoré og lagði fram tilboð upp á 20 milljónir punda í leikmanninn.

Kantmaðurinn er uppalinn hjá Barcelona og var á mála hjá félaginu frá 2004 til 2015 þegar hann fór til Aston Villa. Hann hefur einnig leikið með Middlesbrough og svo Wolves á Englandi. Traoré lék einn deildarleik með Barcelona áður en hann hélt til Englands.

mbl.is