Gündogan við Bjarna: Hefðum átt að fá færri mörk á okkur

„Við hefðum átt að fá færri mörk á okkur,“ svaraði Ilkay Gundogan, fyrirliði Manchester City, í samtali við Bjarna Þór Viðarsson á Símanum sport eftir 2:3-tap liðsins á heimavelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

„Við spiluðum vel og sköpuðum okkur fullt af færum. Við skoruðum tvö mörk og hefðum getað skorað fleiri. Ef þeir hefðu ekki skorað fyrsta markið sitt, hefði leikurinn verið allt öðruvísi.“

„Mér fannst þeir aldrei ná yfirburðum á móti okkur, alls ekki, á meðan við spiluðum vel og sköpuðum færi en við gáfum of auðveld mörk,“ sagði Þjóðverjinn.  

mbl.is