Gylfi: Frábært fyrir deildina

Gylfi Einarsson og Bjarni Þór Viðarsson voru staddir á Etihad-vellinum í Manchester þegar Tottenham vann ótrúlegan 3:2-útisigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Voru þeir sammála um að sigurinn væri frábær fyrir deildina, þar sem toppbaráttan á milli City og Liverpool galopnaðist við úrslitin. Þá voru þeir töluvert hrifnari af sóknarleik Tottenham en varnarleik Manchester City.

Innslagið hjá Gylfa og Bjarna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is