Liverpool með forskot á City?

Liverpool og Manchester City mætast hinn 10. apríl á Etihad-vellinum …
Liverpool og Manchester City mætast hinn 10. apríl á Etihad-vellinum í Manchester í leik sem gæti ráðið úrslitum um Englandsmeistaratitilinn. AFP

Manchester Evening News telur að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hafi veitt Liverpool ákveðið forskot í baráttunni við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn.

City, sem er ríkjandi Englandsmeistari, er með 70 stig í efsta sæti deildarinnar á meðan Liverpool kemur þar á eftir með 69 stig en bæði lið hafa leikið 29 leiki í deildinni til þessa.

Í næstu fimm umferðum deildarinnar spilar Liverpool á undan Manchester City í þrígang og getur því með sigri í sínum leikjum sett mikla pressu á City.

Í næstu fimm umferðum spilar City einungis einu sinni á undan Liverpool og telur Manchester Evening News að Liverpool geti grætt mikið á leikjafyrirkomulaginu í næstu leikjum.

City og Liverpool mætast svo á Etihad-vellinum í Manchester hinn 10. apríl í leik sem gæti haft mikið að segja um það hvort liðið stendur uppi sem Englandsmeistari.

Leikir Liverpool:

2. apríl - Watford (heima)
10. apríl - Manchester City (úti)
16. apríl - Aston Villa (úti)
19. apríl - Manchester United (heima)
24. apríl - Everton (heima)
30. apríl - Newcastle (úti)
7. maí - Tottenham (heima)
15. maí - Southampton (úti)
22. maí - Wolves (heima)

Leikir Manchester City:

2. apríl - Burnley (úti)
10. apríl - Liverpool (heima)
17. apríl - Wolves (úti)
20. apríl - Brighton (heima)
23. apríl - Watford (heima)
30. apríl - Leeds (úti)
7. maí - Newcastle (heima)
15. maí - West Ham (úti)
22. maí - Aston Villa (heima)

mbl.is