Bjarni: Vonandi geta þeir haldið honum

Í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi var rætt um frábæra frammistöðu Dejan Kulusevski, Svíans unga í liði Tottenham Hotspur, frá því að hann kom frá Juventus í janúarglugganum.

Kulusevski skrifaði undir 18 mánaða lánssamning og verður því að minnsta kosti áfram í herbúðum Tottenham á næsta ári.

„Kulusevski talar um það að leggja mikið á sig, æfa og æfa. Hann er að sýna það að hann er í þvílíku formi. Hann er bara 21 árs.

Hversu sterkur hann er, ákvarðanatökur hjá honum eru frábærar. Vonandi geta þeir haldið honum,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir tók í sama streng.

Umræðuna um Kulusevski má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is