Tómas: Bestur í heimi einn á móti einum

Í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi var rætt um breiddina sem Liverpool býr yfir þar sem Joe Gomez stóð sig til að mynda vel í fjarveru Trent Alexander-Arnold. Einnig var sérstaklega rætt um brasilíska markvörðinn Alisson.

„Þeir eru með mann þarna fyrir aftan. Við fórum í það að safna fyrir ykkur klippum til þess að sýna ykkur að þetta er langt frá því að vera eitthvað einsdæmi.

Maðurinn er bara bestur í heimi einn á móti einum,“ sagði Tómas Þór Þórðarson og sýndi nokkur dæmi um frábærar vörslur Alisson einn á móti einum á tímabilinu, þar á meðal frá Juraj Kucka skömmu áður en Gomez lagði upp fyrsta mark Liverpool í 2:0-sigrinum á Watford á laugardag.

Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson tóku undir þessi orð Tómasar.

Umræðuna um leikmenn Liverpool má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is