Leikmenn í áfalli

Sean Dyche fékk reisupassann í gær.
Sean Dyche fékk reisupassann í gær. AFP/Oli Scarff

Leikmenn Burnley voru í áfalli þegar þeir fengu að vita af brottrekstri Sean Dyche sem knattspyrnustjóra liðsins að sögn bráðabirgðastjórans Mike Jacksons.

„Þetta var áfall fyrir leikmenn. Nú verðum við öll að koma saman og einbeita okkur að því sem við þurfum að gera,“ sagði Jackson á blaðmannafundi.

Dyche stýrði Burnley í tæp tíu ár en fimm töp í sex leikjum og þar á meðal á móti botnliði Norwich reyndist hans banabiti. Burnley er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fjór­um stig­um frá ör­uggu sæti þegar liðið á átta leiki eft­ir. 

Dyche kom Burnley í tvígang upp í efstu deild og hafnaði liðið í sjö­unda sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar árið 2019 og komst fyr­ir vikið í Evr­ópu­keppni í fyrsta skipti í 40 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert