Eftirminnilegt sigurmark í fyrsta sigrinum á Goodison Park (myndskeið)

Þrátt fyrir mikla yfirburði Liverpool í grannaslagnum gegn Everton á undanförnum árum átti Liverpool í stökustu vandræðum með nágranna sína á fyrstu árum ensku úrvalsdeildarinnar.

Fyrsti sigurinn á Goodison Park í úrvalsdeildinni kom ekki fyrr en árið 2001, níu árum eftir stofnun hennar, og þá þurfti til dramatískt sigurmark Gary McAllister í uppbótartíma til þess að tryggja 3:2-sigur.

Liverpool stendur betur að vígi í innbyrðis viðureignum liðanna á úrvalsdeildarárunum þar sem liðið hefur unnið 25 leiki af 59.

24 sinnum hefur leikjunum lokið með jafntefli og Everton hefur unnið tíu leiki, síðast á Anfield á síðasta tímabili þegar Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörkin í 2:0-sigri.

Í spilaranum hér að ofan eru nokkrar af eftirminnilegustu viðureignum liðanna í deildinni rifjaðar upp.

Liverpool og Everton mætast í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15.30 í dag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport og hefst upphitun klukkan 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert