Eiður: Kemur sér alltaf í vandræði

Eiður Smári Guðjohnsen og Bjarni Þór Viðarsson ræddu við Tómas Þór Þórðarson í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Félagarnir ræddu m.a. um Manchester United í þættinum og slæman varnarleik liðsins í 1:3-tapinu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Eiður og Bjarni gagnrýndu varnarleik Alex Telles sérstaklega en Brasilíumaðurinn átti ekki góðan leik.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is