Gylfi: Allt að ganga upp hjá Liverpool

Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Á meðal þess sem þeir ræddu var frammistaða Liverpool gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á laugardag en Liverpool vann 1:0-sigur þar sem Naby Keita skoraði sigurmarkið.

Þrátt fyrir að fimm breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja vann Liverpool að lokum nokkuð öruggan sigur.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is