Bjarni: Með eitthvað auka sem ekki margir hafa

Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í gærkvöldi.

Á meðal þess sem þeir félagar ræddu var Phil Foden, miðjumaður Manchester City. Foden átti afar góðan leik fyrir Manchester City í 4:0-útisigrinum á Leeds á laugardag.

Umræðurnar og svipmyndir af frammistöðu Fodens í leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is