City aftur á toppinn eftir stórsigur

Miguel Almirón og Jack Grealish eigast við í dag.
Miguel Almirón og Jack Grealish eigast við í dag. AFP/Paul Ellis

Manchester City vann góðan 5:0 sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á Etihad-vellinum í dag. Þessi sigur þýðir að Manchester City er nú með þriggja stiga forystu á Liverpool á toppi deildarinnar og komnir með betri markatölu en Liverpool í þokkabót.

Mörk Manchester City í dag skoruðu þeir Aymeric Laporte, Rodri, Phil Foden og svo gerði Raheem Sterling tvö mörk.

Gestirnir byrjuðu leikinn vel og strax á 8. mínútu fékk Chris Wood gott færi en skalli hans var laus og Ederson varði auðveldlega. En það var Raheem Sterling sem skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu en þá var það Ilkay Gundogan sem átti flotta sendingu inn á teig Newcastle og þar var það Joao Cancelo sem skallaði boltann til Raheem Sterling sem átti ekki í vandræðum með það að stanga boltann inn og koma heimamönnum yfir. Manchester City tvöfaldaði forystu sína á 38. mínútu leiksins en þá tók Kevin De Bruyne hornspyrnu, De Bruyne sendi boltann beint á Ilkay Gundogan sem stóð fyrir utan teiginn og tók skot sem Martin Dúbravka varði en hann náði ekki að halda boltanum og fyrstur til að átta sig á þessu var Aymeric Laporte og hann setti boltann í netið.

Gestirnir frá Newcastle héldu reyndar að þeir hefðu jafnað metin á 24. mínútu en þá tók Matt Target hornspyrnu og eftir smá læti í teignum endaði boltinn í netinu hjá Manchester City en það var réttilega dæmd rangstaða og því fékk markið ekki að standa.

Í seinni hálfleik hélt Manchester City áfram að sækja að marki Newcastle og voru yfirburðir liðsins ansi miklir. Á 61. mínútu tók Kevin De Bruyne hornspyrnu og hitti beint á kollinn á Rodri sem skallaði boltann í nærhornið og kom City-mönnum í 3:0 forystu. Varamaðurinn Callum Wilson fékk tækifæri til að minnka muninn fyrir Newcastle á 83. mínútu en þá fékk hann góða sendingu inn fyrir vörn Manchester City frá öðrum varamanni, Jacob Murphy, en Ederson varði vel frá Wilson. Á 90. mínútu var það svo Phil Foden sem bætti við fjórða markinu og aðeins einni mínútu síðar kláraði Raheem Sterling leikinn fyrir Manchester City með góðu marki eftir góða sendingu frá Jack Grealish. Öruggur sigur Manchester City staðreynd og staða Manchester City í ensku úrvalsdeildinni afar góð.

Manchester City á eftir að spila þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Fyrst er það leikur gegn Wolverhampton Wanderers á Molineux Stadium á miðvikudagsvöldið og svo tekur við leikur gegn West Ham næsta sunnudag á London Stadium. Síðasti leikur liðsins er svo gegn Aston Villa sunnudaginn 22. maí á heimavelli.

Newcastle á aðeins tvo leiki eftir en liðið á heimaleik 16. maí við Arsenal og svo enda þeir tímabili á Turf Moor þar sem þeir leika við Burnley.

Man. City 5:0 Newcastle opna loka
90. mín. Phil Foden (Man. City) skorar 4:0 - Phil Foden skorar eftir góða sókn Manchester City. Fær sendingu frá Zinchenko sem var reyndar að skjóta á markið en skotið ekki gott en Foden vel staðsettur og setur þetta í netið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert