Mörkin: Arsenal sendi Leeds niður í fallsæti

Framherjinn Eddie Nketiah skoraði bæði mörk Arsenal í 2:1-heimasigri á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leeds féll fyrir vikið niður í fallsæti.

Mörkin komu á fyrstu tíu mínútunum og varð vont verra fyrir Leeds þegar Luke Ayling fékk beint rautt spjald fyrir tveggja fóta tæklingu um miðjan fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það skoraði Diego Llorente fyrir Leeds í seinni hálfleik og þar við sat.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is