Mörkin: Glæsilegt mark Úkraínumannsins

Úkraínumaðurinn Vitaliy Mykolenko skoraði glæsilegt mark fyrir Everton er liðið vann 2:1-útisigur á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Everton fór upp úr fallsæti með sigrinum.

Mykolenko kom Everton yfir á 6. mínútu með glæsilegu skoti á lofti. Patson Daka jafnaði á 11. mínútu en Mason Holgate skoraði sigurmarkið á 30. mínútu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is