Bayern vill stjörnu Liverpool

Sadio Mané gæti skipt yfir til Bayern München.
Sadio Mané gæti skipt yfir til Bayern München. AFP/Paul Ellis

Þýskalandsmeistarar Bayern München eru áhugasamir um að kaupa Sadio Mané, sóknarmann Liverpool.

Sky í Þýskalandi greinir frá að Hasan Salihamidzic, íþróttastjóri Bayern, hafi hitt umboðsmann Mané um helgina.

Mané er samningsbundinn Liverpool til ársins 2023 og hefur gengið illa að endursemja við Senegalann. Liverpool leggur meiri áherslu á að endursemja við Mo Salah og að sögn Sky er Mané ósáttur við að Egyptinn sé í forgangi.

Salihamidzic var spurður eftir 2:2-jafntefli Bayern við Stuttgart á sunnudag hvort stjörnuleikmaður væri væntanlegur inn um dyrnar hjá Bayern á næstunni. „Búðu þig undir eitthvað óvænt,“ svaraði hann við Sky.

mbl.is