Haaland færist nær City

Erling Braut Haaland hefur skorað 85 mörk í 88 leikjum …
Erling Braut Haaland hefur skorað 85 mörk í 88 leikjum í öllum keppnum hjá Borussia Dortmund. AFP/Ina Fassbender

Norski markahrókurinn Erling Braut Haaland hefur tilkynnt Borussia Dortmund að hann hyggist róa á önnur mið í sumar og hefur Manchester City tilkynnt þýska félaginu að það hyggist virkja 64 milljóna punda klásúlu í samningi hans.

Sky Germany greinir frá þessu í dag.

Þar segir að framkvæmdastjóri Man. City, Ferran Soriano, hafi tilkynnt Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóra Dortmund, að City sé reiðubúið að virkja klásúluna.

Samkvæmt skilmálum samnings Haalands við Dortmund þarf City að greiða alla upphæðina í einni greiðslu.

Einhver smáatriði standa nú út af í samningaviðræðum milli Haaland og City en Sky Germany segir að búast megi við því að tilkynnt verði formlega um félagaskiptin síðar í þessari viku.

mbl.is