Margrét Lára: Kane er listamaður

Margrét Lára Viðarsdóttir hrósaði Harry Kane, sóknarmanni Tottenham Hotspur, í hástert í Vellinum á Símanum Sport eftir 1:1-jafntefli liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardagskvöld.

Kane átti stóran þátt í því þegar Son Heung-Min kom Tottenham yfir í leiknum eftir skyndisókn.

„Harry Kane, í því formi sem hann er búinn að vera í undanfarnar vikur, það er bara vá að horfa á hann. Hann á þetta mark fyrir mér, hann er búinn að ákveða hvernig þeir ætla að skora.

Flestir hefðu tekið boltann og skotið með vinstri en hann veit að hann á að senda á þennan [Ryan Sessegnon] af því að Son er að fara að fá boltann. Hann er bara að teikna þessa sókn upp. Stórkostlegur.

Hann er bara svo mikill listamaður, hann teiknar alltaf sóknarleik upp frá A til Ö og gerir það upp á tíu,“ sagði Margrét Lára.

Umræðu hennar, Eiðs Smára Guðjohnsen og Tómasar Þórs Þórðarsonar um frammistöðu Tottenham gegn Liverpool í Vellinum í gærkvöldi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert