City staðfestir komu Norðmannsins

Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland. AFP/Ina Fassbender

Ekkert virðist geta komið í veg fyrir það að norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland gangi til liðs við enska knattspyrnuliðið Manchester City fyrir næsta tímabil. Fetar hann þar með í fótspor föðurs síns, Alf Inge Haaland sem lék með liðinu í upphafi aldar.

Haaland hefur raðað inn mörkum allan sinn feril kemur til City frá þýska liðinu Borussia Dortmund þar sem hann hefur skorað 85 mörk í 88 leikjum. Samkvæmt heimildum Sky Sports í Bretlandi stóðst hann læknisskoðun í gær á sjúkrahúsi í Belgíu. 

Talið er að Dortmund ætli sér að nota kunnulega uppskrift þegar liðið kaupir arftaka Haaland. Hinn tvítugi Karim Adeyemi er sagður vera á leið til Dortmund frá austurríska liðinu Red Bull Salzburg, en Halaand gekk einmitt til liðs við Dormund þaðan.

Uppfært: Manchester City hefur staðfest komu leikmannsins

mbl.is