Liverpool upp að hlið City

Markaskorarinn Sadio Mané með boltann í kvöld.
Markaskorarinn Sadio Mané með boltann í kvöld. AFP/Paul Ellis

Liverpool fór upp að hlið Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 2:1-útisigri á Aston Villa í kvöld.

Leikurinn byrjaði einstaklega fjörlega því Douglas Luiz kom Aston Villa yfir á 3. mínútu og Joël Matip jafnaði á 6. mínútu. Bæði mörkin komu af stuttu færi er þeir fylgdu á eftir markvörslum.

Urðu mörkin í fyrri hálfleik ekki fleiri, þrátt fyrir að Liverpool hafi verið sterkari aðilinn eftir mörkin tvö. Liverpool var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleik og sigurmarkið kom á 65. mínútu er Sadio Mané stýrði boltanum í netið með höfðinu innan teigs eftir fyrirgjöf frá Luiz Díaz.

Danny Ings, fyrrverandi leikmaður Liverpool, var áberandi í seinni hálfleik og kom sér í álitlegar stöður en ekki reyndi mikið á Alisson í markinu og Liverpool-menn fögnuðu naumum sigri.

Liverpool og City eru nú með 86 stig í tveimur efstu sætunum. City á leik til góða og er auk þess með þremur mörkum betri markatölu. 

Aston Villa 1:2 Liverpool opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert