Mörkin: Mané hetja Liverpool

Sadio Mané var hetja Liverpool í 2:1-útisigri liðsins á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Mané skoraði sigurmarkið með huggulegum skalla um miðjan seinni hálfleikinn. Douglaz Luiz kom Villa yfir strax í upphafi leiks en Joel Matip var snöggur að jafna.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is