Þrír kostir í stöðunni hjá Mané?

Liverpool vill halda Sadio Mané, þrátt fyrir áhuga annarra félaga.
Liverpool vill halda Sadio Mané, þrátt fyrir áhuga annarra félaga. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnufélagið Liverpool vill alls ekki missa senegalska sóknarmanninn Sadio Mané. Leikmaðurinn hefur m.a. verið orðaður við Bayern München og Barcelona.

Illa hefur gengið hjá Liverpool og Mané að komast að samkomulagi um nýjan samning en hann verður samningslaus eftir næstu leiktíð.

Goal.com greinir frá að forráðamenn Liverpool muni hefja samningaviðræður við Mané á nýjan leik eftir yfirstandandi leiktíð í von um að sannfæra hann um að framlenja loksins samninginn.

Mundo Deportivo greinir frá í dag að Barcelona hafi einnig áhuga á Mané og að Senegalinn hafi áhuga á að færa sig til Spánar. Í gær greindi Sky frá því að Bayern München hefði mikinn áhuga á sóknarmanninum. 

mbl.is