Jackson og Ronaldo bestir í apríl

Mike Jackson tók við Burnley til bráðabirgða með góðum árangri.
Mike Jackson tók við Burnley til bráðabirgða með góðum árangri. AFP

Mike Jackson knattspyrnustjóri Burnley og Cristano Ronaldo framherji Manchester United voru kjörnir stjóri og leikmaður aprílmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Cristiano Ronaldo tileinkar látnum syni sínum mark sem hann skoraði …
Cristiano Ronaldo tileinkar látnum syni sínum mark sem hann skoraði gegn Arsenal í aprílmánuði. AFP

Jackson tók við liði Burnley af Sean Dyche og varð fyrsti knattspyrnustjórinn í sögu félagsins til að fara taplaus í gegnum fjóra fyrstu leiki sína í efstu deild. Lið hans náði í tíu stig í fjórum leikjum og gjörbreytti stöðu sinni í fallbaráttu deildarinnar þar sem það á nú  góða möguleika á að halda sæti sínu.

Ronaldo var kjörinn leikmaður mánaðarins í annað sinn á tímabilinu og í sjötta sinn alls á ferlinum en hann var líka kjörinn í september. Ronaldo skoraði fimm mörk fyrir United í apríl, þar af þrennu í 3:2 sigri liðsins á Norwich.

mbl.is