Forest tók forystuna

Markaskorarinn Brennan Johnson í leik gegn Liverpool í enska bikarnum …
Markaskorarinn Brennan Johnson í leik gegn Liverpool í enska bikarnum í vetur. AFP/Paul Ellis

Nottingham Forest vann 2:1-útisigur á Sheffield United í fyrri leik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Jack Colback, sem lék m.a. með Newcastle og Sunderland kom Forest yfir í fyrri hálfleik áður en Brennan Johnson tvöfaldaði forystuna í þeim síðari. Í uppbótartíma minnkaði svo Sander Berge muninn fyrir Sheffield, mark sem gæti reynst ansi mikilvægt.

Í umspilinu er leikið heima og að heiman svo Forest er í mjög vænlegri stöðu fyrir seinni leikinn.

mbl.is