Fyrrverandi markahrókur Liverpool og Chelsea spáir rauðklæddum sigri

Daniel Sturridge fagnar marki með Liverpool gegn sínum gömlu félögum …
Daniel Sturridge fagnar marki með Liverpool gegn sínum gömlu félögum í Chelsea. AFP

Daniel Sturridge, fyrrum leikmaður Liverpool, Chelsea og fleiri liða spáir Liverpool sigri í úrslitaleik liðanna í enska bikarnum í dag.

Sturridge kom upp í gegnum akademíu Manchester City áður en hann skipti yfir til Chelsea. Þar fékk hann fá tækifæri og var lánaður til Bolton þar sem hann sló í gegn. Eftir það var hann keyptur til Liverpool þar sem hann átti sín bestu ár og skoraði 50 mörk í 116 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Hann er nú samningsbundinn Perth Glory í Ástralíu en hann kláraði nýverið afplánun á löngu leikbanni vegna brots á veðmálareglum.

Hann setti færslu á Twitter-síðu sína í morgun þar sem hann segist hafa tilfinningu fyrir því að Liverpool vinni bikarinn í dag og að Sadio Mané skori.

„Vaknaði með tilfinningu að Liverpool vinni í dag. Hef mikla virðingu fyrir Chelsea en held að þeir rauðklæddu séu of sterkir. Ég hef mikla trú á að Sadio Mané skori.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert