Leiður en stoltur

Thomas Tuchel tapaði í dag.
Thomas Tuchel tapaði í dag. AFP

„Eins og í úrslitunum deildabikarsins, sagði ég við mína leikmenn, engin eftirsjá, ég er stoltur af ykkur,“ sagði Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, við Skysports eftir tap í úrslitum enska bikarsins gegn Liverpool fyrr í dag.

„Við vissum að við myndum gera leikinn erfiðan fyrir Liverpool, við áttum lélegar fyrstu fimmtán mínútur en eftir það áttum við frábæran leik. Við spiluðum annan 0:0 leik gegn mögulega besta sóknarliði í heiminum og sköpuðum fullt af færum, við áttum skilið að vinna, þeir líka, en við töpum aftur í vítaspyrnukeppni.“

„Við erum vonsviknir, leiðir en á sama tíma stoltir. Ég var viss um að við myndum vinna fyrir leik og á meðan leiknum stóð en ég hafði því miður rangt fyrir mér.“

„Við verðum bara að halda áfram. Við erum með allt sem þarf til þess að vinna titla. Við vorum góðir í Meistaradeildinni og báðum bikarkeppnunum. Við getum átt frábærar frammistöður en Manchester City og Liverpool hafa sýnt okkur að við þurfum að geta átt þær nánast alltaf,“ sagði Tuchel að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert