Munurinn er svo lítill

Klopp með bikarinn.
Klopp með bikarinn.

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var sáttur í samtali sínu við Skysports eftir að lið hans vann enska bikarinn fyrr í dag. 

„Þetta er alveg ótrúlegt, orkumikill leikur gegn Chelsea, þeir áttu alveg eins skilið að vinna í dag líkt og í úrslitaleik deildabikarsins, munurinn er svo lítill. Ég gæti ekki verið stoltari af leikmönnunum mínum, þeir lögðu allt undir!“

„Vítaspyrnukeppni er algjört lottó. Ég var virkilega stressaður og nagaði neglurnar allann tímann. Ég vorkenni Chelsea, erfitt að tapa tveimur leikjum í vítaspyrnukeppni, en kátur fyrir okkar hönd, bæði lið börðust hart og spiluðu frábærlega en það er bara einn sigurvegari og í dag voru það við,“ sagði hógværi Klopp. 

Luis Díaz var frábær í dag og Klopp sparaði ekki stóru orðin. „Þvílíkur drengur, þvílíkur leikmaður. Hann smellpassar í liðið, okkur fannst það líklegt til að gerast eftir það sem við sáum af honum í Porto, og það hefur virkað. Hann hefði samt mátt skora í dag, og þekki ég hann rétt þá er hann sammála því.“

Mohamed Salah og Virgil Van Dijk fóru báðir meiddir af velli í kvöld. 

„Það ætti að vera í lagi með þá, ég er með stóran og breiðan hóp þannig ég tek engar áhættur í svona löguðu,“ sagði Klopp að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert