Kane hetja Tottenham

Leikmenn Tottenham fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Tottenham fagna sigurmarkinu. AFP/Glyn Kirk

Tottenham vann í dag nauman 1:0-heimasigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Harry Kane skoraði sigurmarkið úr víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir að Ashley Barnes handlék knöttinn innan eigin vítateigs. 

Með sigrinum fór Tottenham upp fyrir Arsenal og upp í fjórða sæti. Liðið er með 68 stig, tveimur meira en Arsenal sem á þó leik til góða.

Burnley er í 17. sæti með 34 stig, jafnmörg stig og Leeds sem er í fallsæti. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley í dag vegna meiðsla. 

mbl.is