Mörkin: Fimm mörk og tvö rauð í Liverpool

Það vantaði ekki fjörið þegar Brentford heimsótti Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Urðu lokatölur 3:2, Brentford í vil, og Everton fékk tvö rauð spjöld.

Jarrad Branthwaite fékk beint rautt spjald hjá Everton á 18. mínútu eftir að Dominic Calvert-Lewin hafði komið liðinu yfir. Sémus Coleman skoraði sjálfsmark og jafnaði en Richarlison kom Everton yfir í blálok fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik 2:1, Everton í vil.

Yoane Wissa og Rico Henry sneru taflinu við með tveimur mörkum á skömmum tíma í seinni hálfleik. Mótlætið fór illa í leikmenn Everton því varamaðurinn Salomón Rondón fékk beint rautt spjald á 88. mínútu, fjórum mínútum eftir að hann kom inn á.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert