Mörkin: Sex mörk og fjör í Watford

Harvey Barnes og Jamie Vardy skoruðu tvö mörk hvor fyrir Leicester er liðið vann 5:1-stórsigur á útivelli gegn föllnu liði Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Joao Pedro kom Watford óvænt yfir á 6. mínútu en James Maddison jafnaði á 18. mínútu og Vardy og Barnes sáu um rest fyrir Leicester.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.  

mbl.is