Sýnt beint frá Englandi á mbl.is

Roy Hodgson stýrir næstsíðasta leiknum á 46 ára þjálfaraferli í …
Roy Hodgson stýrir næstsíðasta leiknum á 46 ára þjálfaraferli í dag þegar Watford tekur á móti Leicester. AFP/Paul Ellis

Leikur Watford og Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem hefst á Vicarage Road í Watford klukkan 13.00 verður sýndur beint hér á mbl.is. 

Útsendingin hefst  kl. 12.30 með upphitun á Símanum Sport og er á sérvefnum Enski boltinn. Flautað er til leiksins klukkan 13.00.

Watford er næstneðst í deildinni og er fallið en þetta verður kveðjuleikur Roy Hodgsons á heimavelli. Þessi 74 ára gamli knattspyrnustjóri hyggst setjast í helgan stein að tímabilinu loknu.

Leicester er í tíunda sæti og á enn eftir þrjá leiki. Liðið á möguleika á að enda í áttunda sæti þegar upp verður staðið.

mbl.is