Titilbaráttan enn galopin eftir töpuð stig City

Gabriel Jesus skýtur að marki West Ham í dag.
Gabriel Jesus skýtur að marki West Ham í dag. AFP/Ian Kington

Manchester City og West Ham skildu jöfn, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. City er nú með fjögurra stiga forskot á Liverpool á toppi deildarinnar en Liverpool á leik til góða. City á einn leik eftir og Liverpool tvo.

West Ham byrjaði töluvert betur á heimavelli sínum og Jarrod Bowen kom liðinu yfir á 24. mínútu og bætti svo við öðru marki á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Jack Grealish minnkaði muninn á 49. mínútu og Vladimír Coufal jafnaði með sjálfsmarki á 49. mínútu. City fékk gullið tækifæri til að skora sigurmarkið á 86. mínútu en Lukasz Fabianski í marki West Ham varði víti frá Riyad Mahrez á 86. mínútu og lokatölur 2:2.

Þá er Leeds komið upp úr fallsæti eftir 1:1-jafntefli við Brighton á heimavelli. Danny Welbeck virtist hafa skorað sigurmark Brighton á 21. mínútu en varamaðurinn Pascal Struijk jafnaði í uppbótartíma og þar við sat. Leeds er með einu stigi meira en Burnley og á liðið einn leik eftir á meðan Burnley á tvo.

Pascal Struijk fagnar jöfnunarmarki sínu.
Pascal Struijk fagnar jöfnunarmarki sínu. AFP/Oli Scarff

Þá vann Leicester 5:1-stórsigur á útivelli gegn Watford. Joao Pedro kom Watford yfir á 6. mínútu en Jamie Vardy og Harvey Barnes svöruðu með tveimur mörkum hvor og James Maddison einu.

Þá gerðu Aston Villa og Crystal Palace annars vegar og Wolves og Norwich hinsvegar 1:1 jafntefli.

mbl.is