Hefur störf hjá United í dag

Erik ten Hag þakkar stuðningsmönnum Ajax.
Erik ten Hag þakkar stuðningsmönnum Ajax. AFP/Maurice van Steen

Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag ferðast ekki með Ajax til Curaçao eftir tímabilið þar sem hann hefur störf hjá enska félaginu Manchester United í dag.

Ten Hag gerði Ajax að hollenskum meistara um helgina en hann mun hefja undirbúning fyrir næstu leiktíð með Manchester United strax í dag.

„Það er nóg að gera, sem er skiljanlegt. Það á við um öll félög þegar nýr stjóri kemur inn. Við byrjum á fullu á mánudag (í dag),“ sagði ten Hag á blaðamannafundi eftir að hann gerði Ajax að hollenskum meistara.

mbl.is