Mörkin: Brasilíumennirnir sáu um Arsenal

Brasilíumennirnir Joelinton og Bruno Guimaraes áttu stóran þátt í því að lið þeirra Newcastle United vann sterkan 2:0-sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Bæði mörkin komu í síðari hálfleik.

Það fyrra kom á 56. mínútu þegar Joelinton gaf fasta sendingu fyrir sem Ben White stýrði í eigið net.

Undir lok leiksins fylgdi Bruno Guimaraes svo á eftir í kjölfar þess að Aaron Ramsdale hafði komið í veg fyrir að Callum Wilson næði til boltans.

Bæði mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is