Klopp gerir níu breytingar

James Milner (t.v.) er fyrirliði Liverpool í dag.
James Milner (t.v.) er fyrirliði Liverpool í dag. AFP/Ben Stansall

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerir níu breytingar á byrjunarliði sínu frá bikarsigrinum gegn Chelsea á laugardaginn fyrir leik gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aðeins Alisson Becker og Ibrahima Konaté halda sæti sínu. Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Fabinho eru að glíma við meiðsli og Sadio Mané og Trent Alexander-Arnold eru hvíldir.

Southampton gerir þá fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá 0:3-tapi gegn Brentford í deildinni um þarsíðustu helgi.

Byrjunarliðin:

Southampton: (4-4-2) Mark: Alex McCarthy. Vörn: Kyle Walker-Peters, Lyanco, Jack Stephens, Mohammed Salisu. Miðja: Nathan Redmond, James Ward-Prowse, Ibrahima Diallo, Mohamed Elyounoussi. Sókn: Nathan Tella, Armando Broja.

Liverpool: (4-3-3) Mark: Alisson. Vörn: Joe Gomez, Joel Matip, Ibrahima Konaté, Kostas Tsimikas. Miðja: Harvey Elliott, James Milner, Curtis Jones. Sókn: Takumi Minamino, Roberto Firmino, Diogo Jota.

Leiknum, sem hefst klukkan 18.45, verður lýst í beinni textalýsingu hér á mbl.is:

mbl.is