Vertu heima ef þú ert stressaður

Granit Xhaka fórnar höndum í gærkvöldi.
Granit Xhaka fórnar höndum í gærkvöldi. AFP/Oli Scarff

Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, var allt annað en sáttur eftir 0:2-tapið gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Úrslitin þýða að Arsenal er í erfiðri stöðu í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni.

Svisslendingnum fannst leikmenn Arsenal ráða illa við pressuna í gærkvöldi. „Ef þú ert ekki tilbúinn áttu að vera heima,“ sagði Xhaka við BBC eftir leik.

„Það skiptir ekki máli hvað þú ert gamall. Ef þú ert stressaður áttu að vera heima. Við þurfum leikmenn sem eru tilbúnir að spila. Þetta var einn mikilvægasti leikurinn okkar og við erum mjög vonsviknir,“ sagði Xhaka.  

mbl.is