Dagný hjá West Ham næstu tvö ár

Dagný verður hjá West Ham næstu tvö ár.
Dagný verður hjá West Ham næstu tvö ár. Ljósmynd/West Ham

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham til ársins 2024.

Miðjukonan kom til West Ham í janúar á síðasta ári og hefur leikið 29 leiki með liðinu í ensku úrvalsdeildinni og skorað í þeim fjögur mörk.

Liðið endaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýliðinu tímabili og fór alla leið í undanúrslit enska bikarsins. 

„Mér og fjölskyldunni minni hefur liðið mjög vel hjá West Ham og ekki skemmir fyrir að ég er stuðningsmaður liðsins,“ er haft eftir Dagný á heimasíðu West Ham.

Dagný hefur stutt West Ham frá barnsaldri og óhætt að segja að draumur hafi ræst þegar hún gekk í raðir félagsins. 

mbl.is