Guardiola vill landa sinn

Marc Cucurella hefur leikið afar vel með Brighton á leiktíðinni.
Marc Cucurella hefur leikið afar vel með Brighton á leiktíðinni. AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur áhuga á að fá spænska bakvörðinn Marc Cucurella frá Brighton. 

The Daily Mail greinir frá því að City sé reiðubúið að greiða Brighton um 30 milljónir punda fyrir leikmanninn og að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sé mikill aðdáandi bakvarðarins. 

Cucurella, sem er 23 ára, hefur leikið afar vel með Brighton á leiktíðinni eftir að hann kom til félagsins frá Getafe í heimalandinu. Hann hefur leikið einn landsleik fyrir A-landslið Spánar.

Cucurella er uppalinn hjá Barcelona en lék aldrei með aðalliði félagsins.  

mbl.is