Leikmaður Tottenham í níu mánaða bann

Chioma Ubogagu er komin í níu mánaða bann.
Chioma Ubogagu er komin í níu mánaða bann. Ljósmynd/Tottenham

Chioma Ubogagu, leikmaður Tottenham, hefur verið úrskurðuð í níu mánaða bann fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í október síðastliðinn.

Samkvæmt Tottenham, sem leikur í ensku úrvalsdeildinni, féll Ubogagu á lyfjaprófi vegna ólöglegs efnis í lyfjum sem leikmaðurinn tók vegna húðsjúkdóms. Vissi hún ekki að efnið væri á bannlista enska knattspyrnusambandsins.

Framherjinn, sem hefur leikið þrjá leiki fyrir enska landsliðið, hefur einnig leikið með Real Madrid, Orlando Pride og Arsenal.

mbl.is