Mörkin: Glæsileg skot Maddison og Alonso

James Maddison og Marcos Alonso skoruðu lagleg mörk fyrir Leicester City og Chelsea þegar liðin skildu jöfn, 1:1, á Stamford Bridge í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Maddison skoraði snemma leiks með frábæru skoti rétt fyrir utan teig sem fór í stöngina og þaðan í netið.

Alonso skoraði svo með laglegu skoti á lofti innan vítateigs sem hafnaði í nærhorninu eftir góða sendingu Reece James.

Bæði mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is