Mörkin: Trylltist allt í Liverpool-borg

Stuðningsmenn Everton réðu sér vart fyrir kæti og hlupu inn á Goodison Park-völlinn þegar Dominic Calvert-Lewin fullkomnaði endurkomu Everton í 3:2-sigri á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Jean-Philippe Mateta og Jordan Ayew höfðu komið Palace í 0:2-forystu í fyrri hálfleik og þannig stóðu leikar í leikhléi.

Michael Keane minnkaði muninn og Richarlison áður en Calvert-Lewin skoraði sigurmarkið á 85. mínútu með laglegum skalla.

Þá trylltist allt og stuðningsmenn Everton hlupu inn á völlinn til þess að fagna markinu.

Eftir um tvær mínútur tókst að hefja leik að nýju en í leikslok hlupu stuðningsmennirnir aftur inn á völlinn enda sætið í ensku úrvalsdeildinni að ári formlega tryggt.

Mörkin fimm og fagnaðarlæti Everton-manna má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert