Staðfestir brotthvarf Liverpool-„goðsagnar“

Jürgen Klopp fagnar með Divock Origi.
Jürgen Klopp fagnar með Divock Origi. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, staðfesti á blaðamannafundi í dag að belgíski sóknarmaðurinn Divock Origi myndi yfirgefa félagið eftir tímabilið.

Origi kom til Liverpool árið 2015 og hefur vanið sig á að skora afar mikilvæg mörk fyrir Liverpool.

Skoraði hann m.a. tvennu á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og eitt gegn Tottenham í úrslitum árið 2019. Þá gerði hann dramatískt sigurmark Liverpool gegn erkifjendunum í Everton sama ár.

Belginn verður samningslaus eftir leiktíðina og mun að öllum líkindum ganga í raðir AC Milan á Ítalíu á frjálsri sölu.

„Hann er einn mikilvægasti leikmaður sem ég hef unnið með. Hann mun 100 standa sig hjá nýju félagi. Það verður erfitt að kveðja því hann er Liverpool-goðsögn,“ sagði Klopp.

mbl.is