Vieira sparkaði í stuðningsmann (myndskeið)

Patrick Vieira á hliðarlínunni í gærkvöldi.
Patrick Vieira á hliðarlínunni í gærkvöldi. AFP/Oli Scarff

Patrick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace, brást illa við stríðni stuðningsmanns Everton eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi.

Everton vann leikinn 3:2 eftir að Crystal Palace komst í 2:0. Úrslitin þýða að Everton á ekki lengur í hættu á að falla niður um deild og stuðningsmenn fögnuðu á vellinum eftir leik.

Í myndskeiði sem sjá mér hér fyrir neðan má sjá Vieira bregðast illa við og sparka í stuðningsmanninn.

Lögreglan í Liverpool rannsakar málið en Vieira vildi ekki tjá sig um það á blaðamannafundi eftir leik.

mbl.is