De Bruyne leikmaður tímabilsins

Kevin De Bruyne tekur við verðlaununum.
Kevin De Bruyne tekur við verðlaununum.

Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, var valinn leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu rétt í þessu. Belginn knái hefur skorað 15 mörk og lagt upp sjö í 29 leikjum. 

Mohamed Salah og Heung-min Son voru einnig taldir líklegir en þeir eru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar.

De Bruyne endar hinsvegar sem sigurvegari og þetta eru önnur verðlaun hans, en hann vann einnig tímabilið 2019/20. 

mbl.is