Foden bestur annað árið í röð

Phil Foden tekur við verðlaununum.
Phil Foden tekur við verðlaununum.

Phil Foden, leikmaður Manchester City, var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrr í dag. 

Leikmenn þurfa að vera yngri en 23 ára til þess að eiga möguleika á að vinna. 

Phil Foden vinnur verðlaunin annað árið í röð en hann skoraði níu mörk og lagði upp fimm í 27 leikjum á tímabilinu. 

„Ég er mjög stoltur að hafa unnið þessi verðlaun annað árið í röð,“ sagði Foden við heimasíðu Manchester City. 

Mikil samkeppni var um þessi verðlaun þar sem leikmenn á borð við Trent Alexander-Arnold, Mason Mount, Declan Rice og Bukayo Saka voru einnig tilnefndir. 

Phil Foden verður í eldlínunni á morgun í leik Manchester City og Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigri tryggir Manchester City sér Englandsmeistaratitilinn. 

mbl.is