Sunderland komið upp

Liðsmenn Sunderland fagna fyrsta marki leiksins.
Liðsmenn Sunderland fagna fyrsta marki leiksins. Ljósmynd/Sunderland

Sunderland er komið upp í ensku B-deild karla í knattspyrnu eftir 2:0 sigur á Wycombe Wanderers í úrslitaleik umspils C-deildarinnar á Wembley í dag 

Eliot Embleton kom Sunderland yfir á 12. mínútu leiksins með skoti fyrir utan teig sem fór af handleggnum á David Stockdale og í netið.

Ross Stewart tvöfaldaði svo forystu Sunderland á 79. mínútu þegar hann klobbaði Anthony Stewart og boltinn rann í netið. Alex Pritchard lagði upp bæði mörk Sunderland í dag. 

Sunderland féll úr ensku úrvalsdeildinni árið 2017 eftir að hafa verið í henni í tíu ár. Félagið féll svo niður í C-deildina tímabilinu seinna. Þetta fornfræga félag er því aftur komið í B-deildina eftir fjögurra tímabila fjarveru. 

mbl.is