Alisson vann gullhanskann

Alisson lék afar vel í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Alisson lék afar vel í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. AFP/Paul Ellis

Alisson, brasilíski markvörðurinn í liði Liverpool, hélt marki sínu oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla á tímabilinu sem var að ljúka og hlaut þar með gullhanskann.

Alisson lék 35 af 38 leikjum Liverpool í deildinni á tímabilinu og hélt marki sínu hreinu í 20 skipti.

Fékk hann á sig alls 23 mörk í leikjunum 35 og fékk Liverpool alls á sig 26 mörk í deildinni á tímabilinu, jafnfæst ásamt Englandsmeisturum Manchester City.

mbl.is