England: Fimm leikir sýndir beint á mbl.is

Manchester United mætir Crystal Palace og Chelsea mætir Watford, og …
Manchester United mætir Crystal Palace og Chelsea mætir Watford, og báðir leikir eru meðal þeirra fimm sem sýndir eru á mbl.is. AFP

Fimm leikir í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem allir hefjast klukkan 15.00 eru sýndir beint hér á mbl.is. 

Útsendingin hefst  kl. 14.50, í samvinnu við Símann Sport og er á sérvefnum Enski boltinn. Flautað er til leikjanna klukkan 15.00.

Leikirnir fimm eru eftirtaldir:

1 Brighton - West Ham
2 Burnley - Newcastle
3 Chelsea - Watford
4 Crystal Palace - Manchester United
5 Leicester - Southampton

mbl.is