Mörkin: Son endaði með tvennu

Son Heung-Min endaði frábært tímabil sitt fyrir Tottenham í dag með því að skora tvennu gegn Norwich í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Son skoraði þar með 23 mörk í deildinni og deildi markakóngstitlinum með Mohamed Salah hjá Liverpool.

Sigurinn gulltryggði Tottenham fjórða sætið í deildinni og keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu næsta vetur.

Mörkin fimm má sjá í myndskeiðinu.

mbl.is