Salah og Son deila gullskónum

Heung-min Son fagnar marki í dag.
Heung-min Son fagnar marki í dag. AFP

Heung-min Son, leikmaður Tottenham, og Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, deila gullskónum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en þeir voru markahæstir á leiktíðinni með 23 mörk hvor.

Son skoraði tvö mörk gegn Norwich í 5:0-sigri sem tryggði Tottenham fjórða sætið á meðan Salah skoraði eitt í 3:1-sigri Liverpool á Wolves í dag. Sigurinn dugði Liverpool ekki til að verða meistari þar sem Manchester City vann Aston Villa á heimavelli.

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er næstur með 18 mörk, Harry Kane í Tottenham í fjórða sæti með 17 og Liverpool-maðurinn Sadio Mané fimmti með 16 mörk.

Mohamed Salah skorar í dag.
Mohamed Salah skorar í dag. AFP/Paul Ellis
mbl.is