Liverpool án lykilmanns í úrslitum

Jürgen Klopp ræðir við Thiago í gær.
Jürgen Klopp ræðir við Thiago í gær. AFP/Paul Ellis

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir allar líkur á því að spænski miðjumaðurinn Thiago verði ekki með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid á laugardaginn kemur.

Thiago lék aðeins fyrri hálfleikinn gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær og virtist haltra eftir að hann lagði upp mark fyrir Sadio Mané með glæsilegum hætti.

„Hann verður örugglega ekki með í úrslitaleiknum. Hann haltrar og þetta lítur ekki vel út,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik.

mbl.is